Faðmaðu náttúruna.

Langaholt Guest House

Gistihúsið Langaholt er í miðri hringiðu snæfellskrar náttúru. Hér má finna fjöru, fjöll, hraun, vötn, læki, fugla, seli og meira til, sannkölluð náttúruparadís þar sem sjálfur Snæfellsjökull blasir við í allri sinni dýrð.

Umhverfi Langaholts einkennist af nálægð sinni við sjóinn og hinni gullnu strönd. Þar er margt forvitnilegt að skoða í ró og næði fyrir alla náttúruunnendur, unga sem aldna, og er ströndin endalaus uppspretta leikja og ævintýra.

Afþreying í grenndinni.

Gistihúsið Langaholt er miðsvæðis á sunnanverðu Snæfellsnesi og er því stutt í flest sem gleðja kann þá sem vilja skoða og upplifa, snerta og bragða það sem Snæfellsnes hefur upp á að bjóða.

Níu holu golfvöllur er á staðnum en einnig eru golfvellir í Ólafsvík, Grundarfirði og í Stykkishólmi.
Hestaleiga er á Lýsuhóli (6 km.).

Sundlaug er á Lýsuhóli (6 km.).

Veiðileyfi í vatnasvæði Lýsu og einnig í Vatnsholtsvötn eru seld á nágrannabæjum.

Eyjasiglingar og sjóstangaveiði er í Stykkishólmi (45 mín akstur)

Ferðir á Snæfellsjökul eru frá Arnarstapa (30 km)

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull (36 km)