Um okkur.

Langaholt er staðsett í sannkallaðri náttúruperlu á sunnanverðu Snæfellsnesi við gullna strönd, tignarlega fjallasýn og í vestri blasir hinn stórbrotni Snæfellsjökull við í allri sinni dýrð.

Hér er fuglalíf fjölbreitt og íslensk náttúra sýnir sínar bestu hliðar.

Gistihúsið Langaholt er fjölskyldufyrirtæki og leggjum við allan okkar metnað í að vera til fyrirmyndar í þjónustu og að veita gestum okkar sem ánægjulegasta upplifun.

Meðal þess sem í boði er hérna hjá okkur í Langaholti er gisting í þægilegum herbergjum með baði, spennandi fiskiveitingastaður, níu holu golfvöllur og tjaldsvæði.

Líttu við og brostu með okkur

langaholt

Bragðaðu á íslenskri náttúru.
Í Langaholti er veitingastaður opinn allan daginn og eru allir velkomnir þangað, hvort sem fólk gistir hjá okkur eða er á ferð um nesið.

Vil leggjum aðaláherslu á sjávarfang af Snæfellsnesi og erum stolt af þeim fjölda rétta sem við fullvinnum í eldhúsi okkar og þeim kræsingum sem bjóðast af nægtarborði náttúrunnar á hverjum tíma.

Faðmaðu náttúruna.
Gistihúsið Langaholt er í miðri hringiðu snæfellskrar náttúru. Hér í grendinni má finna fjöru, fjöll, hraun, vötn, læki, fugla, seli og meira til, sannkölluð náttúruparadís þar sem sjálfur Snæfellsjökull blasir við í allri sinni dýrð.

Umhverfi Langaholts einkennist af nálægð við sjóinn og hinni gullnu strönd. Þar er margt forvitnilegt að skoða í ró og næði fyrir alla náttúruunnendur, unga sem aldna og er ströndin endalaus uppspretta leikja og ævintýra.

Starfsfólk Langaholts kappkostar við að veita greinagóð ráð varðandi áhugaverða staði og afþreyingu í nágrenninu.

Langaholt er opið allt árið um kring