Við hjá Langaholti tökum sóttvarnir alvarlega og setjum öryggi og vellíðan viðskiptavina okkar sem og starfsfólks í fyrsta sæti. Þess vegna tökum við þátt í verkefninu Hreint & öruggt hjá Ferðmálastofu. Vinsamlega kynnið ykkur vel aðgerðaráætlun okkar hér að neðan, áætlunin er uppfærð í samræmi við leiðbeiningar og reglur stjórnvalda hverju sinni.
Almennt um hreinlæti og smitvarnir
• Grímunotkun er undanskilin þegar setið er til borðs í veitingasal.
• Við hvetjum alla gesti til að virða nándarmörk og passa vel upp á eigin sóttvarnir.
• Sótthreinsi sprittstöðvar eru í öllum almennum rýmum sem og herbergjum.
• Starfsfólk sótthreinsar sameiginlega snertifleti reglulega auk þess sem lyklar, áhöld og aðrir snertifletir eru hreinsaðir eftir hverja notkun.
• Starfsfólk þvær hendur sínar og sótthreinsar reglulega, við hvetjum gesti okkar til að gera slíkt hið sama.
• Herbergjaþrif eru ítarleg og í samræmi við leiðbeiningar frá sóttvarnarhyfirvöldum. Starfsfólk notar hanska við öll þrif og aðra umgengni um herbegin.
• Veitingasalur er þrifinn reglulega auk þess sem borð, stólar og matseðlar eru sótthreinsaðir eftir hverja notkun.
• Grímuskylda er við morgunverðarborðið og aðeins undanskilin meðan setið er til borðs.
• Aðeins niðurskorið brauð, álegg og ávextir eru á hlaðborði en engin sameiginleg áhöld.
• Hver gestur fær afhent sér hnífapör og áhöld til að nota við hlaðborðið.
• Starfsfólk afgreiðir frá sérstakri stöð kaffi, djús, vatn, mjólk og súrmjólk ásamt morgunkorni, múslí, púðursykri og rúsínum og annað slíkt. Hægt er að fá vatnskönnur afhentar á hvert borð.
• Skila má áhöldum á þar til gerðan stað strax eftir notkun en varast skal að skilja áhöld eftir á hlaðborði fyrir næsta gest. Sérstakur vagn er til staðar fyrir notuð og óhrein áhöld
Með fyrifram þökk og óskum um notalega upplifun öryggis á meðan dvöl stendur!
Langaholt
Görðum Staðarsveit
356 Snæfellsbær
Ísland
Sími: 435 6789
langaholt@langaholt.is