Maturinn í Langaholti

Snæfellsnes er matarkista, Faxaflóinn og Breiðafjörðurinn búa yfir fengsælum fiskimiðum, skeljafjörum og ýmsu öðru sem efni er í dýrindis veislumat.

Ferskleikinn er galdurinn í sjávarfangi og það er ekki langt að fara fyrir okkur að sækja allt það forvitnilegasta sem sjómenn koma með að landu hverju sinni.

Í Gistihúsinu Langaholti er veitingastaður opinn allan daginn og eru allir velkomnir þangað, hvort sem fólk gistir hjá okkur eða er á ferð um nesið.

Við leggjum aðaláherslu á sjávarfang af Snæfellsnesi og erum stolt af þeim fjölda rétta sem við fullvinnum í eldhúsi okkar og þeim kræsingum sem bjóðast af nægtarborði náttúrunnar á hverjum tíma.