Tveggja nátta gisting fyrir tvo í Comfort herbergi ásamt kvöldverðarhlaðborðum fyrir tvo að hætti hússins bæði kvöldin.
Hlaðborð Langaholts samanstendur af eftirtöldu: Tveimur tegundum af súpu, bláskel (háð árstíðum), fiski í þremur útgáfum, tvennskonar kjötréttum og grænmetisrétti (vegan) ásamt fjölbreyttu úrvali af meðlæti og eftirrétti að hætti kokksins.
Matarupplifunin hjá okkur er síbreytileg, það sem er í boði hverju sinni eru þær tegundir sem snæfellskir sjómenn afla á hverjum tíma af gjöfulum fiskimiðum breiðafjarðar og faxaflóa. Við sækjum fiskinn á bryggjuna, kjötið til íslenskra bænda og fullvinnum í okkar eldhúsi
Verð fyrir tvær manneskjur í tvær nætur er 67.666 kr.*
ATH! Engin hækkun á verði milli ára!
(*Gistináttarskattur er innifalinn í verðinu).
Morgunverður er innifalinn.
Kvöldverðarhlaðborðin okkar eru afgreidd frá kl 19:00-20:30 að vetri.
Innskráning er kl 16:00 og útskráning kl 11:00.
Hægt er að nota gjafabréfið á tímabilinu 1. október til 30. apríl.
Vissulegar er hægt að nota vetrarnóttar gjafabréf að sumri, en þá sem innáborgun í sumartilboð þ.e. handhafi þarf þá að greiða mismun upp í sumarnóttar tilboð.
ATH! Gjafabréf frá Langaholti fyrnast aldrei.
Ef þú vilt tilboð sniðið að þínum þörfum hafðu þá samband við okkur langaholt@langaholt.is eða fylltu út formið hér að neðan með skilaboðum um þínar óskir.
Gjafabréfin okkar afhendast einungis útprentuð. Hægt er að nálgast útgefin gjafabréf á Langaholti, eða fá send með landpósti.
Þegar pöntun og greiðsla hefur átt sér stað munum við hafa samband næsta virka dag til þess að fá nánari upplýsingar fyrir smíði gjafabréfsin s.s. upplýsingar um handhafa, afhendingarmáta ofl.
Ef þú hefur einhverjar fyrirspurnir eða óskar eftir því að við sérsníðum gjafabréf, þá getur þú haft samband við okkur í gegnum fyrirspurnarformið hér að neðan.
Langaholt
Görðum Staðarsveit
356 Snæfellsbær
Ísland
Sími: 435 6789
langaholt@langaholt.is