Langaholt er staðsett miðsvæðis á sunnanverðu Snæfellsnesi, við bæinn Garða í sveit þeirri er áður hét Staðarsveit en er núna hluti Snæfellsbæjar. Svæðið umhverfis er sannkölluð náttúruperla, tignarlegur fjallgarður, jökullinn í allri sinni dýrð, gullin strönd við Faxaflóann og stjörnubjartur himinn með norðurljósatrafi þegar skyggir.
Langaholt er í miðri hringiðu Snæfellskrar náttúru, strönd, fjöll, hraun, vötn, lækir, fuglar, selir, allt er þetta í grennd og meira til, já sannkölluð náttúruparadís þar sem sjálfur Snæfellsjökull blasir við í allri sinni tign.
Umhverfi Langaholts er markað af nálægð sinni við sjóinn og hinni gullnu strönd og er margt þar forvitnilegt að skoða í ró og næði fyrir alla náttúruunnendur unga sem aldna og er ströndin endalaus uppspretta leikja og ævintýra.
Njóttu dvalarinnar hjá okkur í Snæfellskri sveitinni!
Sveitahótelið Langaholt er búið 40 herbergjum, öllum með sér baði. Veitingahúsið
okkar er með sæti fyrir 60 manns, bar og tvær betri stofur til að slaka á og njóta stundarinnar. Einnig er skjólgóð, steypt verönd út af veitingasalnum þar sem vinsælt er að sitja og njóta útsýnis, sólar eða bara kyrrðarinnar.
Tvö herbergi eru sérsniðin að þörfum þeirra gesta sem bundnir eru við hjólastól.
Frítt Wi-fi er í öllum herbergjum og almenningsrýmum.
Ævinlega er lögð áhersla á persónulega þjónustu í heimilislegu andrúmslofti þar sem gesturinn er umvafinn Snæfellskri náttúru í allri sinni dýrð.
Veitingastaðurinn er opinn allt árið.
Sérgrein okkar er sjávarfang og við njótum nálægðar við gjöful fiskimið í Faxaflóa og Breiðafirði. Þaðan fáum við allan okkar fisk beint frá vinum okkar á fiskmarkaðnum eða við skipshlið.
Til að gera sem flestum til hæfis er ávallt einn kjötréttur, lamb eða naut á matseðli auk grænmetisréttar.
Það má segja að eldhúsið á Langaholti sé sannkallað fullvinnslu eldhús, með megin áherslu á Snæfellskt sjávarfang og staðbundnar landbúnaðarafurðir, gróður og krydd.
Það er stolt okkar og metnaður að matargestir okkar búi lengi að fallegri og gómsætri minningu, hvort heldur sé af heimagerðum morgunverði eða ríkulegri máltíð byggðri á áratuga hefð kynslóða sömu fjölskyldu.
Veitingastaðurinn hefur glugga á öllum hliðum þannig að hægt er að sjá fjallið á einni hlið og hafið frá hinni. Réttirnir voru stórkostlegir. Ég fékk mér frægu fiskisúpuna sem er fræg útaf réttri ástæðu! Vinur minn fékk sér plokkfiskinn sem var einnig frábær! Þú verður ekki fyrir vonbrigðum á Langaholti.
Ég bókaði gistingu á Langaholti útfrá ummælum á internetinu og staðsetningunni. Umhverfið er rosalega töfrandi.
Hversu frábær dvöl sem við áttum á Langaholti. Gisithúsið er samantekt af Íslandi og er eingöngu nokkrum hundruð metrum frá hafinu. Það er meira að segja 9 holu golf völlur. Gistihúsið sjálft er flott og vel strúktúrað og er fyrsta flokks. Eigendur og starfsfólk voru einstaklega kurteis og hjálpsöm og fara langt fyrir utan starf sitt til þess að gera dvöl því ánægjulegri. Maturinn var einnig ómótstæðilega góður!
Langaholt
Görðum Staðarsveit
356 Snæfellsbær
Ísland
Sími: 435 6789
langaholt@langaholt.is