Við á Langaholti viljum minna á gjafabréfin okkar.
Gjafabréfin okkar eru vinsæl enda hentug við allskonar tilefni og margir möguleikar í boði.
Gjafabréfin okkar gilda allt árið um kring nema um annað sé samið og hafa engan fyrningardag.
Hægt er að nota ferðagjöf ríkisstjórnarinnar við gjafabréfakaup hjá okkur, en hafa þarf samband við okkur beint í þeim tilfellum í langaholt@langaholt.is eða hringja í síma 435-6789 svo hægt sé að afgreiða kaupin.
Gjafabréfin okkar afhendast einungis útprentuð. Hægt er að nálgast útgefin gjafabréf á Langaholti, í Kópavogi eða fá send með landpósti.
Hér að neðan má sjá þau gjafabréf sem í boði eru en við sérsníðum einnig gjafabréf að þinni ósk, með þínum texta og þeirri upphæð sem þú vilt gefa í gjöf.
Fylltu út formið hér að neðan ef þú vilt sérsniðið gjafabréf.
Neðar á síðunni má einnig sjá sýnishorn af gjafabréfi.
Langaholt
Görðum Staðarsveit
356 Snæfellsbær
Ísland
Sími: 435 6789
langaholt@langaholt.is