Hlaðborðin okkar eru síbreytileg, það sem er í boði hverju sinni eru þær tegundir sem snæfellskir sjómenn afla á hverjum tíma af gjöfulum fiskimiðum Breiðafjarðar og Faxaflóa. Við sækjum fiskinn á bryggjuna, kjötið til íslenskra bænda og fullvinnum í okkar eldhúsi ásamt öðrum kræsingum hlaðborðins.
Opið er í hlaðborðin frá kl 18:00-21:00 á sumrin og frá kl 19:00-20:30 að vetri.
Kvöldverðarhlaðborð fyrir tvo 15.800 kr.: 2x 7.900 = 15.800 kr.
ATH! Gjafabréf frá Langaholti fyrnast aldrei.
Ævinlega eru á hlaðborðinu tvær tegundir af súpu, bláskel (háð árstíðum), fiskur í þremur útgáfum. tvennskonar kjötréttir og grænmetisréttur (vegan). Meðlætið er rótargrænmeti, kartöflur, bygg með grænmetisblandi og salat (allt vegan) kvöldið er svo kórónað með gómsætum eftirrétti að hætti kokksins.
Hvert hlaðborð verður spennandi óvissuferð fyrir bragðlaukana.
Hvert fiskihlaðborð verður spennandi óvissuferð fyrir bragðlaukana.
Ef þú vilt tilboð sniðið að þínum þörfum hafðu þá samband við okkur langaholt@langaholt.is eða fylltu út formið hér að neðan með skilaboðum um þínar óskir.
Gjafabréfin okkar afhendast einungis útprentuð. Hægt er að nálgast útgefin gjafabréf á Langaholti, eða fá send með landpósti.
Þegar pöntun og greiðsla hefur átt sér stað munum við hafa samband næsta virka dag til þess að fá nánari upplýsingar fyrir smíði gjafabréfsin s.s. upplýsingar um handhafa, afhendingarmáta ofl.
Ef þú hefur einhverjar fyrirspurnir eða óskar eftir því að við sérsníðum gjafabréf, þá getur þú haft samband við okkur í gegnum fyrirspurnarformið hér að neðan.
Langaholt
Görðum Staðarsveit
356 Snæfellsbær
Ísland
Sími: 435 6789
langaholt@langaholt.is