Senn fara hátíðir í hönd og af því tilefni ætlar Langaholt að bjóða uppá jólahlaðborð og tónlistaratriði í nóvember og desember.
Dagsetningar laugardagana:
9. nóvember (Nokkur sæti laus)
16. nóvember (Nokkur sæti laus)
23. nóvember (Fullbókað)
30. nóvember
7. desember
Karlakórinn Heiðbjört gleður gesti með söng sínum.
Karlakórinn Heiðbjört samanstendur af körlum af sunnanverðu Snæfellsnesi og er vel þekktur um landið vestanvert. Lagalisti kórsins er skemmtilega frjálslegur með gömlum perlum í bland við nýlegra efni sem oft er með heimagerðum og skoplegum alíslenskum textum.
Heitreyktur sjóbirtingur úr Hagavatni.
Grafinn silungur úr sveitinni.
Rauðbeðusalat
Karrýmarineruð flyðra úr Breiðafirði
Jólamarineruð smálúða
Heimalagað hátíðarpaté
Tvíreykt hangikjöt með melónu
Fiskisúpa
Grænmetissúpa
Pönnusteiktur fiskur úr hafinu
Steiktur hjúpaður saltfiskur að hætti hússins
Fjallalambið frjálsa
Grísasteik
Purusteik
Tartalettur hússins með hangikjöti og aspas
Heimapikkluð grænmetisstrolla
Eplasalat með hátíðarblæ
Heimalagaðar súrar gúrkur, rauðbeður og jólarauðkál
Gratínerað blómkál
Brúnaðar kartöflur eins og hjá ömmu
Kartöflusalat
Jólahlaðborð fyrir einn: 12.900 kr.
Einnar nætur gisting fyrir tvo í Comfort herbergi ásamt jólahlaðborði fyrir tvo að hætti hússins: 51.900 kr.
Morgunverður er innifalinn.
Innskráning er kl 16:00 og útskráning kl 11:00.
Ef þú vilt tilboð sniðið að þínum þörfum hafðu þá samband við okkur langaholt@langaholt.is eða fylltu út formið hér að neðan með skilaboðum um þínar óskir.
Langaholt
Görðum Staðarsveit
356 Snæfellsbær
Ísland
Sími: 435 6789
langaholt@langaholt.is