Það eru fáar fjallaupplifanir á Íslandi sem toppa það að koma á efstu brúnir Snæfellsjökuls í góðu skyggni og horfa yfir Breiðafjörð og Faxaflóa, líta niður á Snæfellsjökulsþjóðgarð, að sjá skuggavarp jökulsins yfir hafinu og horfa til austurs eftir tindaröð Snæfellsness og inn að miðhálendinu.
Ganga á Snæfellsjökul tekur 6-9 klukkustundir og búast má við allt að 1100 m hækkun og 14km göngu, en þó minna ef fært er upp á jökulháls. Gangan hefst klukkan 9:00 við Arnarstapa.
Erfiðleikastig 3 á kvarðanum 1-4.
Í þessari göngu þann 17. apríl verður gengið í línu og þurfa þátttakendur auk hefðbundins fjallgöngubúnaðar að koma með jöklabrodda, ísexi, göngubelti og læsta karabínu. Hægt er að leigja búnaðinn í flestum útivistarverslunum.
(Lágmarksfjöldi fyrir gönguhóp er 8 manns)
Umsjónarmaður gönguferðanna okkar er Guðmundur Rúnar Svansson frá Dalsmynni. Guðmundur var áður landvörður í Snæfellsjökulsþjóðgarði. Hann er undanfari hjá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík og hefur lokið fagnámskeiðum Björgunarskólans í fjallamennsku, fjallabjörgun, snjóflóðum og vettvangshjálp í óbyggðum. Hann hefur margra ára reynslu af gönguleiðsögn.
Guðmundur ólst upp við búskap og sveitastörf á Snæfellsnesi og skilaði sér að lokum til baka eftir lausamennsku á höfuðborgarsvæðinu um stundarsakir. Guðmundur er af snæfellsku hálftröllakyni og náfrændi Bárðar Snæfellsáss. Sakir ættirnisins sækir hann mikið í að ganga einsamall um tinda Snæfellsness, og segir fátt af einum. Þá er hann grunaður um að vera kominn af galdrafólki í marga ættliði.
Gönguferð/fjallganga með leiðsögumanni og einnar nætur gisting í Tveggja manna Comfort herbergi með morgunverði ásamt kvöldverðarhlaðborði.
Verð fyrir tvo 75.100 kr. = 37.550 kr. á manninn*
(*Gistináttarskattur er innifalinn í verðinu).
Hlaðborð Langaholts samanstendur af eftirtöldu: Tveimur tegundum af súpu, bláskel (háð árstíðum), fiski í þremur útgáfum, tvennskonar kjötréttum, góðu úrvali af meðlæti og eftirrétti að hætti kokksins.
Matarupplifunin hjá okkur er síbreytileg, það sem er í boði hverju sinni eru þær tegundir sem snæfellskir sjómenn afla á hverjum tíma af gjöfulum fiskimiðum breiðafjarðar og faxaflóa. Við sækjum fiskinn á bryggjuna, kjötið til íslenskra bænda og fullvinnum í okkar eldhúsi.
Ef þú vilt tilboð sniðið að þínum þörfum hafðu þá samband við okkur langaholt@langaholt.is eða fylltu út formið hér að neðan með skilaboðum um þínar óskir.
Langaholt
Görðum Staðarsveit
356 Snæfellsbær
Ísland
Sími: 435 6789
langaholt@langaholt.is