Hlaðborðin okkar eru síbreytileg, það sem er í boði hverju sinni eru þær tegundir sem snæfellskir sjómenn afla á hverjum tíma af gjöfulum fiskimiðum Breiðafjarðar og Faxaflóa. Við sækjum fiskinn á bryggjuna, kjötið til íslenskra bænda og fullvinnum í okkar eldhúsi ásamt öðrum kræsingum hlaðborðins.
Opið er í hlaðborðin frá kl 18:30-21:00 á sumrin og frá kl 19:00-20:30 að vetri.
Kvöldverðarhlaðborð fyrir tvo 15.800 kr.: 2x 7.900 = 15.800 kr.
Ævinlega eru á hlaðborðinu tvær tegundir af súpu, bláskel (háð árstíðum), fiskur í þremur útgáfum. tvennskonar kjötréttir og grænmetisréttur (vegan). Meðlætið er rótargrænmeti, kartöflur, bygg með grænmetisblandi og salat (allt vegan) kvöldið er svo kórónað með gómsætum eftirrétti að hætti kokksins.
Hvert hlaðborð verður spennandi óvissuferð fyrir bragðlaukana.
Einnig bjóðum við uppá önnur skemmtileg tilboð.
Sjá frekar hér: https://langaholt.is/islenska/gistipakkar-langaholts
Langaholt
Görðum Staðarsveit
356 Snæfellsbær
Ísland
Sími: 435 6789
langaholt@langaholt.is