Garðavöllur undir jökli er níu holu Golfvöllur við Langholt. Völlurinn er „Links“ völlur eða strandvöllur að hætti Skota en hann er allur á sandundirlagi sem gefur honum sinn sérstaka karakter.
Völlurinn er par 35 og spila má á gulum og rauðum teigum.
Langaholt er umlukið tignarlegri Snæfellskri náttúru. Fjöll, hraun, vötn, lækir, fuglar og selir. Allt er þetta í grenndinni og meira til. Sannkölluð náttúruparadís þar sem Snæfellsjökull blasir við í allri sinni tign.
Fjaran skartar gylltum skeljasandi, fallegum smásteinum og grasigrónum sandhólum sem mynda lágan sjávarkamb. Ströndin er endalaus uppspretta leikja og ævintýra.
Notalegt er að ganga eftir fjörunni yfir til hinna þekktu Selalátra við Ytri Tungu, vegalengd er u.þ.b. 3 km eða 80 min. gangur. Einnig er hægt að ganga að Búðum sem er u.þ.b. 10 km leið en mörgum nægir að rölta um landareignina og njóta kyrrðarinnar, horfa til hafs eða virða fyrir sér tignarlegan fjallgarðinn sem blasir við allt frá Stapafelli til Kobeinstaðafjalls á Mýrum. Í góðu skyggni sést jafnvel til Þórisjökuls.
Lýsuhólslaug er í 6 km fjarlægð. Í lauginni er náttúrulega heitt ölkelduvatn, beint úr jörðu. Vatnið er mjög steinefnaríkt og talið afar heilsusamlegt.
Langaholt
Görðum Staðarsveit
356 Snæfellsbær
Ísland
Sími: 435 6789
langaholt@langaholt.is