Markmið og stefna okkar starfsfólksins á Langaholti er að veita gestum okkar persónulega þjónustu í þægilegu og afslöppuðu umhverfi. Þú ert núna út í sveit og finnur vonandi þægindatilfinninguna sem fylgir friðnum sem heimilislegheitin og umhverfið okkar bjóða upp á. Þú getur horft til jökulsins sem geislar af orku eða farið niður að strönd þar sem kyrrð og ró ráða ríkjum og meðtekið hina miklu orku frá hafinu og jöklinum. Við búum yfir mikilli þekkingu á staðháttum svo vertu ófeimin(n) við að spyrja okkur um hvað sem er varðandi staðhætti og sögu svæðisins.
Óhindrað aðgengi gesta er að landi Ytri Garða og er öllum velkomið að njóta náttúrunnar. Umhverfi okkar er fallegt og náttúran víða ósnortin og viðkvæm. Göngum varlega um og skiljum ekki eftir okkur ummerki eða rusl. Utanvegaakstur er bannaður!
Langaholt er fjölskyldufyrirtæki í landi Ytri Garða á sunnanverðu snæfellsnesi og húsráðendur eru Rúna Björg og Keli Vert.
Keli er fæddur og uppalinn í Görðum og tók við rekstri Langaholts fyrir rúmum áratug af foreldrum sínum sem byrjuðu í ferðaþjónustu seint á áttunda áratug síðustu aldar.
Mikil áhersla er lögð á að hafa Langaholt sem heimilislegast í persónulegum og snæfellskum anda.
Áratuga reynsla, staðkunnátta og hæfilegur skammtur af sérvisku gerir Langaholt af þægilegum viðkomustað á ferð um hið ægifagra og dulmagnaða Snæfellsnes.
Hvað gerir Langaholt?
Langaholt selur ógleymanlega upplifun í formi notalegrar gistingar, einstaklega góðs matar og persónulegrar þjónustu í þægilegu og heimilislegu andrúmslofti umvafið stórbrotinni náttúru Snæfellsness.
Hvernig gerir Langaholt það?
Með því að viðhalda áunnu trausti, hafa trú á verkefninu, skera sig úr, sýna sjálfstæði, slaka aldrei á gæðakröfum, leggja hlýju og alúð í öll samskipti við viðskiptavini, hampa megináherslu sinni á ferskan fisk og mikla fullvinnslu í eldhúsi, vera með traust og vel þjálfað starfsfólk og síðast en ekki síst… að vera það sem það er
Af hverju og hvers vegna var þessi leið valin?
Heima er best – Í stuttu máli snýst þetta um að draumur Kela er að lifa, hrærast og starfa í sinni heimasveit. Að geta gert það á uppeldistorfunni eru ekki aðeins mikil forréttindi heldur ákveðið forskot fyrir ferðaþjónustubóndann sem þekkir nærumhverfið sitt gríðarlega vel.
Ferðaþjónusta er Kela ástríða hrein, hann er sérstakur fýr en svo vel vill til að það andrúmsloft sem hann vill skapa ásamt Rúnu er einmitt það andrúmsloft sem mjög margir ferðamenn kjósa. Langaholt þarf því að ekki að þykjast vera eitthvað annað en það er heldur fær algjörlega að vera það sem það vill helst vera, þessi þáttur á stóran þátt í því að byggja þá velgengni og traust sem Langaholt hefur áunnið sér og mun gera til framtíðar
Markmið Langaholts:
· að það standi hæst upp úr í minningu innlendra sem erlendra gesta að dvöl lokinni sem nauðsynlegur og ógleymanlegar viðkomustaður sem stendur ekki aðeins undir, heldur er framar væntingum
· að gestir kjósi að koma aftur og aftur og hvetji aðra til að gera slíkt hið sama
· að starfsfólki Langaholts líki vinnan og samstarfsfólkið vel og vilji hvergi annarstaðar vera
· að vera helst skrefi á undan og í framvarðasveit gisti og veitingastaða á Íslandi
· að vera í fararbroddi á sínu svæði og sinna samfélagslegri ábyrgð um uppbyggingu faglegrar ferðaþjónustu á Snæfellsnesi.
Árið1978 byrjuðum við með eitt 2ja manna herb uppi á lofti í íbúðarhúsinu. Í þá daga var fátt um gesti, en það jókst fljótlega og allt voru þetta útlendingar.
Uppúr ´80 löguðum við gamla íbúðarhúsið og seldum þar gistingu en það varð fljótt of lítið
1984 var fyrsti áfangi í núverandi gistihúsi byggður og tekinn í notkun vorið
´85, eldhús, setustofa, snyrtingar, þrjú stór fjölskylduherb. og eitt tveggja manna.
Næsta vetur var innréttað loftið í fjölskylduherb. og svefnloft.
´87 var svo byggt við matsalur, tvö herb. forstofa, snyrtingar og eldhús en eldra eldhúsið varð til afnota fyrir gesti.
´89 bættist við þriðji áfangi með 5 herb. þar af eitt með snyrtingu.
´94 var opnað tjaldstæði með tilheyrandi salernisaðstöðu, en í nokkur ár áður hafði fólk fengið að tjalda á túninu en notað aðstöðu í gistihúsinu.
Vorið ´96 byggðum við 8 herb. í viðbót og tókum þau í notkun um miðjan júlí það ár og þau eru öll með baði. Veturinn eftir voru svo settar snyrtingar inn í nokkur herb. úr þriðja áfanga svo nú voru alls 12 herb. með baði en heildarfjöldi herb. í gistihúsinu var 21.
Árið 2005 keypti Þorkell Símonarson (Keli Vert) gistihúsið af foreldrum sínum sem voru brautryðjendur í ferðaþjónustu á Íslandi. Hann hafði starfað hjá foreldrum sínum í fjölda ára áður en hann tók við keflinu og gerði í framhaldinu Langaholt að því sem það er í dag. Hann passaði upp á að byggja áfram ofan á þann góða grunn sem fyrir var ásamt því að uppfæra reksturinn og aðlaga að nýjum og breyttum tímum, ávallt með því markmiði að halda í ákveðna sérstöðu og styrkja hana sem frekast er unnt.
Árið 2010 kynntist Keli Rúnu sinni (Rúnu Björgu Magnúsdóttur) og sett hún þann hlýlega blæ á gisti og veitingahúsið sem Kela vantaði í sína fingur til að fullkomna drauminn um hvernig Langaholt skyldi líta út í augum gesta og bjóða þá velkomna.
Langaholt
Görðum Staðarsveit
356 Snæfellsbær
Ísland
Sími: 435 6789
langaholt@langaholt.is