Á Langaholti er rekinn metnaðarfullur veitingastaður sem er öllum opinn. Fyrirfram valinn matseðill eða sértækar lausnir í boði fyrir hópa eftir samkomulagi. Erum opin fyrir séróskum og óhefðbundnum útfærslum.
Við leggjum aðaláherslu á sjávarfang af Snæfellsnesi og erum stolt af þeim fjölda rétta sem við fullvinnum í eldhúsi okkar og þeim kræsingum sem fæst af nægtarborði náttúrunnar á hverjum tíma.
Veitingasalurinn tekur 60 manns í sæti, einnig er lítill hliðarsalur með kaffiborðum og sæti fyrir um 20 manns.
ATH: Við viljum gjarnan fá upplýsingar varðandi grænmetisfæði eða fæðuofnæmi við komu eða áður en pantað er.
Í eldhúsinu bökum við öll okkar brauð, gerum okkar eigin sultur og marmelaði og megnið af álegginu á morgunverðarborði er heimagert. Sama má segja um súpur, sósur og eftirrétti. Veitingastaðurinn hefur náð að marka sér nokkra sérstöðu með skemmtilegri nálgun á staðbundið hráefni og hefur þeirri viðleitni verið vel tekið meðal gesta.
Morgunverðarhlaðborðið er opið milli klukkan 8:00 og 10:00 og er einnig opið gestum og gangandi. Verð á mann 2.500 kr. sjá lista yfir fjölbreytt úrvalið hér.
Ef sér óskir eru um morgunmat fyrir klukkan 8:00 vinsamlegast hafið samband við starfsmann í afgreiðslu.
Miðdegismatseðill í boði alla daga frá 12:00 -16:00. Okkar frábæra fiskisúpa á 2.900 kr. auk annara rétta, verð frá 3.500 kr. Matseðill hér.
Við bjóðum uppá kvöldverðahlaðborð daglega frá 18:30 – 20:30. Verð á mann 7.900 kr.
Sérgrein okkar er sjávarfang. Við njótum þess hvað byggðin undir jökli á gjöful fiskimið svo nálægt landi og fáum við allan okkar fisk beint frá vinum okkar á fiskmarkaðnum eða við skipshlið.
Fisktegundir í boði ákvarðast af því hvaða afli berst að landi á Snæfellsnesi hverju sinni.
Fiskisúpa
Grænmetissúpa (vegan)
Bláskel (háð árstíðum)
Fiskur í þremur útgáfum
Tvennskonar kjötréttir
Grænmetisréttur (vegan)
Rótargrænmeti (vegan)
Kartöflur (vegan)
Bygg með grænmetisblandi (vegan)
Salat (vegan)
Eftirréttur – Að hætti kokksins
“Í Langaholti er metnaðarfullur sjávarrétta veitingastaður þar sem kappkostað er að galdra fram ljúffenga rétti úr því besta sem hafið við Snæfellsnes gefur.
Atlandshaf kúrir þar sem fjallgarðurinn stendur endalausan vörð en framundan er Jökullinn. Miðjan er veitingastaðurinn í Langaholti, þar sem matarkistan Snæfellsnes fær að njóta sín. Þar sem sjórinn er allt í kring er sjávarfangið ferskast.
Fiskar Faxaflóa og Bláskel Breiðarfjarðar eiga stefnumót við ferðalang í Langaholti. Þar fær og plokkfiskur og tindabykkja nýja vídd. Þar leika skötuselur og steinbítur við bragðlaukana.”
Langaholt
Görðum Staðarsveit
356 Snæfellsbær
Ísland
Sími: 435 6789
langaholt@langaholt.is